13 nýjar hafnfirskar jólagjafahugmyndir
Annað árið í röð tökum við saman 13 hugmyndir að hafnfirskri jólagjöf.
Við skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu og ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér ef til vill eitthvað góðgæti í kjölfarið.
Mikið úrval af fallegum barnafatnaði en einnig ýmislegt annað sniðugt í jólapakkann.
Fjarðarkaup, Hólshrauni 1
Folfdiskar í ýmsum gerðum og litum ásamt aukahlutum og öðru sem folfspilara dreymir um.
Folfdiskar.is, Hafnarfirði
Íslensk pönnukökupanna, framleidd í Hafnarfirði er tilvalin í jólapakkann.
Málmsteypan Hella,
Kaplahrauni 5
Nuddrúllur, vatnsflöskur og nýja hvatningarbókin Peppmolar.
Kvennastyrkur,
Strandgötu 33
Klassískar skandinavískar jólavörur ásamt vinsælu sænsku plastmottunum og finnskum textílvörum.
Pipar og salt, Hvaleyrarbraut 27
Hágæða hönnunar- og heimilisvörur, ásamt jólavörum sem eru tilvaldar í pakkann.
Rambastore, Hafnarfirði
Gjafabréf í fjölskyldu- eða barnamyndatöku nú eða spennandi boudoir töku.
Stúdíó Dís,
Fjörður verslunarmiðstöð