13 nýjar hafnfirskar jólagjafahugmyndir

Annað árið í röð tökum við saman 13 hugmyndir að hafnfirskri jólagjöf.

Við skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu og ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér ef til vill eitthvað góðgæti í kjölfarið.

Ótrúlega margar fallegar gjafavörur svo sem vasar, útskornir fuglar, bakpokar og baðsölt.

Bæjarbúð,
Strandgötu 43

Mikið úrval af fallegum barnafatnaði en einnig ýmislegt annað sniðugt í jólapakkann.

Fjarðarkaup, Hólshrauni 1

Folfdiskar í ýmsum gerðum og litum ásamt aukahlutum og öðru sem folfspilara dreymir um.

Folfdiskar.is, Hafnarfirði

Íslensk pönnukökupanna, framleidd í Hafnarfirði er tilvalin í jólapakkann.

Málmsteypan Hella,
Kaplahrauni 5

Gjafabréf í núvitundarheilun fyrir þá sem vilja öðlast meiri hugarró.

Hugarró,
Fjarðargötu 11

Vandaður barnafatnaður, viðarleikföng og fleira fyrir litla jólapakka.

Húnar.is,
Hafnarfirði

Nuddrúllur, vatnsflöskur og nýja hvatningarbókin Peppmolar.

Kvennastyrkur,
Strandgötu 33

Klassískar skandinavískar jólavörur ásamt vinsælu sænsku plastmottunum og finnskum textílvörum.

Pipar og salt, Hvaleyrarbraut 27

Hágæða hönnunar- og heimilisvörur, ásamt jólavörum sem eru tilvaldar í pakkann.

Rambastore, Hafnarfirði

Undirfatnaður, sundföt, leggings og aðhaldsfatnaður fyrir öll kyn.

Sassy,
Flatahrauni 5a

Gjafabréf í fjölskyldu- eða barnamyndatöku nú eða spennandi boudoir töku.

Stúdíó Dís,
Fjörður verslunarmiðstöð

Gjafabréf í flotmeðferð í Suðurbæjarlaug sem felur í sér vatnsmeðferð og fljótandi slökun

Yogahúsið,
Lífsgæðasetrið St. Jó

Krem, sápur, skrúbbar, hárvörur og fallegar gjafaöskjur.

Zkrem,
Strandgötu 17