Aðalfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar var haldinn þann 10. júní síðastliðinn á Hótel Víking.
Á fundinum fór Sigríður Margrét Jónsdóttir, formaður stjórnar yfir starfsemi markaðsstofunnar undanfarið ár. Örn H. Magnússon, meðstjórnandi kynnti ársreikning fyrir árið 2019 sem og fjárhagsáætlun fyrir 2020-2021. Thelma Jónsdóttir framkvæmdastjóri markaðsstofunnar fór að því loknu yfir starfsáætlun næsta árið.
Breytingar í stjórn
Sú breyting var gerð á síðasta aðalfundi að nýir stjórnarmenn voru kosnir til tveggja ára. Að þessu sinni var því einungis kosið um tvö stjórnarsæti. Sigríður Margrét Jónsdóttir formaður stjórnar og eigandi Litlu Hönnunar Búðarinnar gaf aftur kost á sér en nýr inn í stjórn kom Jóhann Davíð Barðason sem á og rekur fyrirtækið Bifvélavirkinn á Völlunum. Þau voru sjálfkjörin þar sem engin annar bauð sig fram.
Í stjórn sitja áfram úr atvinnulífinu Anna Ólafsdóttir frá Litlu gæludýrabúðinni og Örn H. Magnússon frá Ásafl. Olga Björt Þórðardóttir frá Hafnfirðingi er áfram varamaður í stjórn.
Fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar sitja í stjórn Skarphéðinn Orri Björnsson, Sjálfstæðisflokki, Anna Karen Svövudóttir, Framsókn og óháðir og Arnbjörn Ólafsson, Bæjarlistanum.
Anna María Karlsdóttir frá Íshúsi Hafnarfjarðar hætti sem stjórnarmaður en hún hefur gegnt embætti varaformanns undanfarið. Við þökkum Önnu María fyrir ákaflega vel unnin störf.
Skoðunarmenn
Tveir skoðunarmenn reikninga voru kosnir á fundinum þau Elma Björk Júlíusdóttir og Kjartan Ólafsson, þau voru sjálfkjörin.
Fundurinn var ágætlega sóttur og mynduðust fínar umræður. Hér að neðan má skoða glærur fundarins um skýrslu stjórnar og framkvæmdaáætlun 2020-2021.
Myndir af fundinum tók Olga Björt Þórðardóttir.