Ný stjórn kjörin á aðalfundi
Aðalfundur Markaðsstofunnar var haldinn 29. maí sl. Fundurinn fór vel fram og sköpuðust góðar umræður.
Ný stjórn fulltrúa atvinnulífsins var kjörinn:
Aðalmenn:
ANNA MARÍA KARLSDÓTTIR ÍSHÚSI HAFNARFJARÐAR
BALDUR ÓLAFSSON KEYNATURA OG SAGAMEDICA
SIGRÍÐUR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR LITLU HÖNNUNAR BÚÐINNI
ÞÓR BÆRING ÓLAFSSON GAMAN FERÐUM
Varamaður:
LINDA HILMARSDÓTTIR HRESS
Ákveðið var að árgjald að Markaðsstofunni fari úr kr.16.500 í kr. 17.000 árið 2019.
Gerð var grein fyrir ársreikningi 2017 og fjárhagsáætlun 2018.
Stærstu verkefni ársins líta að markaðsstefnumótuninni, eflingu hverfafélaganna, endurskoðun á samkomulagi MsH við Hafnarfjarðarbæ. Samhliða því að áfram verður unnið að því að styðja við, efla og styrkja fyrirtækin í bænum. Fjölga aðildarfyrirtækjum og efla tengslamyndun. Fyrirtækjahittingarnir, Fyrirtækjaheimsóknirnar og Einyrkjakaffið heldur áfram. Skoðað verður hvort áhugi er hjá aðildarfyrirtækjunum á lengri fræðslu.