Vinna við markaðsstefnumótunina komin á fullt
Verkefnið felst í að búa til heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til að búa á, starfa, reka fyrirtæki og sækja heim.
Markaðsstofa Hafnarfjarðar leiðir þessa vinnu, fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, í samstarfi við Manhattan Marketing. Lögð er áhersla á samtal við bæjarbúa, fyrirtækin í bænum og hagaðila m.a. í gegnum einstaklingsviðtöl, rýnihópa og opna fundi.
Vinnnan er komin á fullt og nú standa yfir einstaklingsviðtöl við íbúa og fulltrúa fyrirtækja. Næsta skref eru fundir í rýnihópum þ.e með íbúum og fulltrúum fyrirtækja sem verða 10. október kl.17.30-19.30. Ef þú vilt taka þátt í rýnihóp þá endilega sendu póst á asa@msh.is
Þegar búið verður að vinna úr niðurstöðunum einstaklingsviðtala og rýnihópa verða haldnir opnir vinnufundir (þjóðfundarform) til að reyna að tryggja aðkomu sem allra flestra að verkefninu. Endanleg dagsetning þess fundar liggur ekki fyrir en ef þú vilt fá sendar upplýsingar þegar nákvæm tímasetning liggur fyrir sendu póst á asa@msh.is