Nýtum vettvang hverfafélaganna

Á haustmánuðum boðaði Markaðsstofan til fundar með fyrirtækjunum í bænum og sett voru á  stofn fjögur hverfafélög fyrirtækja á Hraunum, Völlum, hafnarsvæði og Holti og í miðbæ. Markmiðið með hverfafélögunum er að efla og auka sýnileika fyrirtækjanna í bænum, kortleggja og forgangsraða hvaða verkefni þarf að fara í á hverju svæði, skapa samráðsvettvang og efla tengslanet fyrirtækjanna. Þetta kemur einnig til að einfalda og auðvelda upplýsingarflæði og samskipti við fyrirtækin - búa til eina gátt. Stofnaðir hafa verið Facebookhópar fyrir hvert hverfi og endilega skráið ykkur inn á þær síður og bjóðið fyrirtækjunum í kring.

 

Previous
Previous

Kraftajötnar, rokk, gleðiganga og víkingar!

Next
Next

Erum við að leita að þér!