Ráðstefna um stöðuna og tækifærin í ferðaþjónustunni í Hafnarfirði

Markaðsstofa Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær standa fyrir ráðstefnu um stöðuna og tækifærin í ferðaþjónustunni í Hafnarfirði laugardaginn 14. október næstkomandi í Hafnarborg. Ráðstefnan hefur fengið yfirskriftina „Stefna og staða Hafnarfjarðar í ferðaþjónustu“. Ráðstefnan verður nýtt sem upphaf á vinnu í mótun stefnumótun fyrir Hafnarfjörð. Ráðstefnan hefst klukkan 10:00 og stendur til 12:30

Meðal þeirra sem munu flytja framsögur á ráðstefnunni eru Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri í Skaftárhreppi, Þuríður Halldóra Aradóttir framkvæmdastjóri Visit Reykjaness og Haraldur Daði Ragnarsson meðeigandi Manhattan Marketing og aðjúnkt í Háskólanum á Bifröst mun kynna vinnu og niðurstöður „Markaðsgreiningar og markaðslega stefnumótunar fyrir áfangastaðinn Suðurland“ sem Manhattan vann fyrir Markaðsstofu Suðurlands árið 2016.  Þá mun Dr. Friðrik Larsen lektor við Háskóla Íslands ræða um vörumerkjastefnur áfangastaða og Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regin talar um áform félagsins í hótelframkvæmdum við Strandgötuna.

Í framhaldi verða pallborðsumræður og meðal þeirra sem taka þátt í pallborðinu eru Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu og fyrrum sviðsstjóri menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg, Ásbjörn Björgvinsson markaðs- og sölustjóri LAVA Eldfjallamiðstöðvar og fyrrum framkvæmdastjóri Markaðstofu Norðurlands, Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Bæjarbíós, Hrönn Greipsdóttir framkvæmdastjóri Eldeyjar fjárfestingafélags í ferðaþjónustu og Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Viator og stjórnarmaður í Markaðstofu Hafnarfjarðar.

Fundarstjóri verður Þór Bæring Ólafsson einn eigandi Gaman ferða og stjórnarmaður í Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Ráðstefnan er opin öllum bæði fagaðilum og bæjarbúum með áhuga á greininni. Boðið verður uppá kaffi og létt meðlæti.

 

Previous
Previous

Fyrirtækjaheimsókn MsH til Gaman Ferða

Next
Next

Hver er þín hugmynd að nýtingu St. Jó?