Fyrirtæki vikunnar
Aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar eru úr öllum hverfum bæjarins, þau eru stór og smá og stunda afar fjölbreytta starfsemi. Okkur langar til að kynnast fyrirtækjunum betur og leyfa ykkur að gera slíkt hið sama.
Vikulega ætlum við því að draga út eitt fyrirtæki, heimsækja það, taka myndir og skrifa grein í kjölfarið. Öll fyrirtækin eru komin í pott og dregið verður á hverjum mánudegi. Hægt að fylgjast með útdrættinum í story á Facebook og Instagram en greinin verður birt á heimasíðu MsH sem og á samfélagsmiðlum.
Fyrsti útdráttur verður mánudaginn 17. ágúst.
Miðar með nafni allra aðildarfyrirtækja komin í pott